Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: AGF vann Íslendingaslaginn - FCK skoraði fjögur
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson og Aron Elís Þrándarson mættust í danska boltanum í dag er AGF lagði OB að velli.

Jón Dagur spilaði fyrstu 69 mínúturnar fyrir AGF á meðan Aron Elís spilaði 85 mínútur í liði gestanna.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en heimamenn voru betri eftir leikhlé og gerði Nicklas Helenius eina mark leiksins á 78. mínútu. Hann skallaði boltann þá í netið eftir laglega fyrirgjöf frá hægri bakverði.

Aarhus er í þriðja sæti eftir sigurinn og Odense í því tíunda.

AGF 1 - 0 OB
1-0 Nicklas Helenius ('78)

FC Kaupmannahöfn hafði þá betur á útivelli gegn Lyngby en Ragnar Sigurðsson var ekki í hópi hjá meisturunum. Frederik Schram sat á varamannabekk Lyngby.

Topplið FC Midtjylland tapaði óvænt fyrr í dag og er Kaupmannahöfn í öðru sæti. Liðinu tókst að minnka bilið niður í níu stig með sigrinum í dag.

Lyngby 1 - 4 Kaupmannahöfn
0-1 R. Falk ('33)
1-1 M. Warming ('71)
1-2 M. Daramy ('73)
1-3 P. Biel ('86, víti)
1-4 K. Bartolec ('94)

Þá kláruðust einnig þrír leikir í Færeyjum í dag. NSÍ Runavík og KÍ Klaksvík áttu útileiki gegn Skála og AB Argir. NSÍ og KÍ fóru auðvelt með andstæðinga sína og unnu samanlagt 0-10.

Liðin eru með tólf stig eftir fimm umferðir, þremur stigum frá toppliði HB.

Víkingur gerði þá markalaust jafntefli við TB Tvoroyri. Víkingur er með átta stig en þetta var fyrsta stig TB.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner