Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 18:17
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba: Þessu verður að linna Í DAG!
Mynd: Getty Images
Æ fleiri knattspyrnumenn hafa verið að tjá sig vegna morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum.

Paul Pogba, lykilmaður Manchester United og franska landsliðsins, bættist í hópinn með færslu á Instagram í dag.

„Undanfarna daga hef ég verið að hugsa mikið um hvernig ég ætti að tjá tilfinningar mínar um það sem gerðist í Minneapolis. Ég fann fyrir reiði, vorkunn, hatri, hneykslun, sársauka, sorg," skrifaði Pogba á Instagram.

„Ég fann sorg fyrir George og allt svart fólk sem verður fyrir kynþáttafordómum Á HVERJUM DEGI!

„Hvort sem það er í fótbolta, í vinnunni, í skólanum, HVAR SEM ER!

„Þessu verður að linna í eitt skipti fyrir öll! Ekki á morgun eða hinn, heldur Í DAG!

„Við getum ekki látið ofbeldi og kynþáttafordóma viðgangast lengur. Ég get ekki umborið. Ég mun ekki umbera. VIÐ MUNUM EKKI UMBERA.

„Fordómar eru fáfræði. ÁST eru vitsmunir.

„STÖÐVUM þöggunina. STÖÐVUM rasisma."


Sjá einnig:
Marcus Thuram heiðraði minningu George Floyd
Fyrsta þrenna Sancho súrsæt: Við erum sterkari saman
Rose stoltur af Thuram: Skilaboðin komust til skila
Rangt að refsa Sancho fyrir „Justice for George Floyd"
Leikmenn Liverpool senda öflug skilaboð
Rashford með sterk skilaboð: Við skiptum málii


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner