Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. júlí 2020 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Bodo/Glimt með fullt hús eftir fimm umferðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fimm leikir að klárast í norska boltanum og var mikið af Íslendingum í eldlínunni.

Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt eru áfram á toppi deildarinnar, með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

Í dag valtaði Bodö/Glimt yfir Odd á útivelli og vann með fjögurra marka mun. Heimamenn voru manni færri nánast allan leikinn.

Alfons lék allan leikinn í hægri bakverði og hefur reynst mikilvægur hlekkur í spennandi liði Bodö/Glimt.

Odds BK 0 - 4 Bodö/Glimt
0-1 P. Zinckernagel ('16, víti)
0-2 K. Junker ('26)
0-3 M. Hoibraaten ('47)
0-4 S. Skytte ('66)
Rautt spjald: E. Ruud, Odds ('15)

Dagur Dan Þórhallsson kom þá við sögu í Íslendingaslag er Mjondalen lagði Álasund á útivelli.

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í liði Álasundar en liðsfélagi hans Daníel Leó Grétarsson var fjarverandi eftir að hafa fengið heilahristing á dögunum.

Dagur Dan spilaði síðustu sjö mínúturnar í liði Mjondalen en hann kom inná völlinn í stöðunni 1-2.

Mjondalen er í fjórða sæti með átta stig á meðan Álasund er í fallsæti með tvö stig.

Aalesund 1 - 3 Mjondalen
0-1 S. Ibrahim ('28)
0-2 V. Dragsnes ('31)
1-2 N. Castro ('83, víti)
1-3 S. Liseth ('97)
Rautt spjald: S. Haugen, Aalesund ('90)

Axel Óskar Andrésson var þá ónotaður varamaður er Viking lagði Sandefjord að velli, 2-0.

Í tapliði Sandefjord voru Viðar Ari Jónsson og Emil Pálsson.

Gestirnir frá Sandefjord voru betri en heimamenn nýttu færin betur. Liðin eru jöfn með fjögur stig eftir fimm umferðir.

Viking 2 - 0 Sandefjord
1-0 K. Lokberg ('69)
2-0 V. Berisha ('60)

Svo hafði Stabæk betur gegn Strömsgodset og lék Ari Leifsson fyrstu 60 mínúturnar í hjarta varnarinnar hjá gestunum.

Að lokum tapaði Start fyrir Haugesund á útivelli en Jóhannes Harðarson, fyrrum leikmaður ÍA og þjálfari ÍBV, er við stjórnvölinn hjá Start.

Stabæk og Strömsgodset eru jöfn með átta stig. Start er aðeins með tvö stig.

Stabæk 2 - 0 Strömsgodset
1-0 K. Hansen ('33)
2-0 K. Hansen ('41)

Haugesund 1 - 0 Start
1-0 J. Daland ('92, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner