Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Búið að ganga frá sölunni á Derby (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Viðskiptamaðurinn David Clowes hefur gengið frá kaupum á enska C-deildarfélaginu Derby County en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins í dag.

Derby var sett í greiðslustöðvun í byrjun síðasta tímabils og 21 stig dregið af liðinu.

Félagið gat ekki keypt nýja leikmenn og þá yfirgáfu margir lykilmenn klúbbinn.

Wayne Rooney var stjóri liðsins en hann gerði það besta úr stöðunni, sem reyndist þó ekki nóg þegar talið var upp úr pokanum í lok tímabils.

Derby féll niður í C-deildina og á dögunum sagði Rooney af sér en hann vildi að nýr stjóri myndi koma inn með jákvæða orku inn í nýtt tímabil.

Það gekk erfiðlega að ganga frá sölunni og var það stór ástæða fyrir því að Rooney ákvað að fara, en í dag bárust gleðifréttir fyrir klúbbinn því nú hefur David Clowes fest kaup á félaginu.

Kaupverðið kemur ekki fram en Clowes er nú bæði eigandi heimavallarins, Pride Park, og félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner