Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 01. júlí 2022 18:00
Elvar Geir Magnússon
Celtic búið að kaupa Jota (Staðfest)
Mynd: EPA
Skotlandsmeistarar Celtic hafa keypt portúgalska vængmanninn Jota sem fór á kostum á lánssamningi frá Benfica á síðasta tímabili.

Jota skoraði 13 mörk og átti 14 stoðsendingar fyrir Celtic þegar liðið vann skosku úrvalsdeildina og deildabikarinn.

Kaupverð er ekki gefið upp en leikmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning.

„Þetta var frábær reynsla. Ég vissi að mestu leyti hversu stórt félag Celtic er en ég held að fólk geti ekki gert sér gein fyrir því fyrr en það er komið inn í félagið," segir Jota sem er 23 ára.

„Ég varð hreinlega ástfanginn af félaginu. Ég vil halda áfram að þróa minn leik."

Celtic tilkynnti í vikunni um kaup á argentínska bakverðinum Alexandro Bernabei og þá hefur félagið einnig tryggt sér miðvörðinn Cameron Carter-Vickers og markvörðinn Benjamin Siegrist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner