Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. júlí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Eftirvænting fyrir Reykjavíkurslaginn í Vesturbæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR tekur á móti Víkingi R. í stórleik dagsins í íslenska boltanum þar sem þessi tvö stórveldi takast á.


Víkingur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en er að dragast afturúr í toppbaráttunni og er með 19 stig eftir 10 umferðir. KR er með 16 stig eftir 11 umferðir og því þurfa bæði lið sigur í þessum Reykjavíkurslag.

Það er mikil eftirvænting fyrir þessa viðureign og mætast liðin aftur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins seinna í sumar.

Þá eru fjórir leikir á dagskrá í Lengjudeildinni þar sem Grindavík tekur á móti toppliði Selfoss í toppbaráttunni. Það eru aðeins fimm stig sem skilja sjö efstu lið deildarinnar að.

Þá er einnig keppt í 2. deild kvenna og 3. og 4. deild karla auk þess sem kvennalandsliðið U16 á leik við Noreg á Norðurlandamótinu.

Besta-deild karla
19:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)

Lengjudeild karla
19:15 Kórdrengir-Grótta (Framvöllur)
19:15 Fylkir-Afturelding (Würth völlurinn)
19:15 Grindavík-Selfoss (Grindavíkurvöllur)
20:00 Vestri-KV (Olísvöllurinn)

2. deild kvenna
20:00 KÁ-ÍR (Ásvellir)

3. deild karla
18:00 Augnablik-KFS (Fífan)
19:15 ÍH-Víðir (Skessan)

4. deild karla - E-riðill
18:30 Einherji-Spyrnir (Vopnafjarðarvöllur)
20:00 Boltaf. Norðfj.-Hamrarnir (Eskjuvöllur)

Norðurlandamótið í Noregi:
16:00 Noregur - Ísland (Bein útsending á vefsíðu KSÍ)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner