Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 01. júlí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ortega nýr varamarkvörður Man City (Staðfest)
Mynd: EPA
Manchester City hefur staðfest kaup á Stefan Ortega en þessi 29 ára markvörður kemur frá Arminia Bielefeld í Þýskalandi.

Hann kemur í stað Zack Steffen sem varamarkvörður City en Steffen er væntanlega á förum.

Ortega er 29 ára og byrjaði alla leiki Arminia Bielefeld í þýsku deildinni á síðasta tímabili, fyrir utan einn, en gat ekki komið í veg fyrir að liðið myndi falla.

Brasilíumaðurinn Ederson er aðalmarkvörður Englandsmeistara City en hann er í hópi bestu markvarða heims.


Athugasemdir
banner
banner