Heimild: Vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fundað með forsvarsmönnum fótboltafélaga vegna áfengissölu en fjallað er um málið á Vísi.
Lögreglan mætti á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku og í kjölfarið fóru félögin mjög varlega í bjórsölu. Til dæmis var ekki seldur bjór á Víkingur - Afturelding og KR - FH á sunnudagskvöld.
Lögreglan mætti á leik Stjörnunnar og Breiðabliks í Garðabæ og gerði athugasemdir við að fólk færi með bjór upp í stúku og í kjölfarið fóru félögin mjög varlega í bjórsölu. Til dæmis var ekki seldur bjór á Víkingur - Afturelding og KR - FH á sunnudagskvöld.
Jóhann Már Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga, segir félögin verða af gríðarlegum fjárhæðum á meðan áfengissala sé sett á hlé.
„Þá hefur maður heyrt það núna eftir samtölin sem maður hefur átt við aðila sem eru starfandi núna sem framkvæmdastjórar félaga að í rauninni er bjórsala á leikjum orðin stærri að einhverju leyti en sjálf miðasalan, þannig það gefur auga leið að þetta setur strik í reikninginn rekstrarlega séð,“ sagði Jóhann í fréttum Sýnar í kvöld.
Fulltrúar félagana segja að bjórsalan, sem hefur viðgengist í mörg ár, hafi ekki skapað vandamál. Jóhann segir að dæmin sýni að áhorfendur leiti annað eftir bjór ef hann er ekki seldur á vellinum.
„Þessi þjónusta, hún er í raun þá bara sótt annað. Fólk hittist á einhverjum bar og gerir þetta þar fyrir leik, jafnvel eftir leik, við erum að sjá það líka. Þarna er í rauninni þá klúbburinn að taka þessar tekjur til sín og þá er þetta partur af þessari leikdagsupplifun, bætir stemninguna á leiknum líka. Þannig að fyrir mér er eina vitið að leyfa þetta bara, bara finna gott og þægilegt regluverk utan um þetta sem við getum sótt til dæmis til Svíþjóðar," segir Jóhann.
Mikil umræða hefur skapast um bjórsölu á leikjum en um allan heim þekkist það að seldur sé bjór á leikvöngum.
„Íþróttir á hæsta leveli eru ekkert annað en skemmtun og um allan heim er fólki treyst fyrir því að hafa áfengi um hönd þegar það horfir á þá bestu í sínu fagi, hvort sem heldur á íþróttavöllum eða tónleikahöllum," skrifaði Tómas Þór Þórðarson í pistli sem birtist nýlega.
Athugasemdir