Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. ágúst 2020 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eddie Howe ekki áfram með Bournemouth (Staðfest)
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe mun ekki stýra Bournemouth í Championship-deildinni á næsta tímabili. Hann og félagið hafa komið sér saman um að hætta samstarfi.

Þetta samstarf hefur verið mjög árangursríkt. Howe spilaði stærstan hluta leikmannaferilsins með Bournemouth og hefur tvisvar stýrt félaginu eftir að leikmannaferlinum lauk.

Hann hefur núna samfleytt stýrt liðinu frá 2012. Hann kom liðinu úr D-deild í C-deild þegar hann stýrði því frá 2008 til 2011. Hann tók svo við Burnley um stutt skeið en mætti svo aftur til Bournemouth og kom félaginu úr C-deild í deild þeirra bestu.

Honum hefur tekist að halda Bournemouth í efstu deild frá 2015 en fyrr í þessari viku þá var fall niðurstaðan úr ensku úrvalsdeildinni eftir erfiðan endi á tímabilinu.

Bournemouth mun leita sér að nýjum þjálfara en það verður líklega ekki erfitt fyrir Howe að finna sér nýtt starf eftir allt það sem hann hefur gert hjá Bournemouth síðustu tólf árin.

Athugasemdir
banner
banner
banner