Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Franska deildin staðfestir fimm skiptingar á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Breytt var knattspyrnureglunum vegna Covid-19 faraldursins og meðal annars gefið deildum vald til að bæta tveimur skiptingum við og gera fimm skiptingar á leik í stað þriggja.

Þessi reglubreyting verður áfram í gildi fyrir næstu leiktíð í þeim deildum sem vilja.

Franska knattspyrnusambandið er búið að staðfesta að það muni halda áfram með fimm skiptingar.

Knattspyrnusamböndin á Ítalíu og Spáni hafa þegar sagst vera hlynnt þessari hugmynd og líklegt að fimm skiptingar verði áfram leyfðar þar á næstu leiktíð.

Svipaða sögu er að segja af Þýskalandi en á Englandi eru skiptar skoðanir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner