Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid verðmætasta knattspyrnufélag heims - Liverpool ekki á lista
Mynd: Getty Images
Forbes birti lista yfir 50 verðmætustu íþróttafélög heims og komust sjö knattspyrnufélög á listann. Flestir fulltrúar koma úr bandarísku NBA og NFL deildunum.

Samkvæmt Forbes er Real Madrid verðmætasta knattspyrnufélag heims, á undan Barcelona og Manchester United sem komast öll á lista yfir tíu verðmætustu íþróttafélög heims.

FC Bayern kemur næst í fjórða sæti en er þó aðeins í 24. sæti á heildarlistanum. Þar fyrir neðan eru þrjú úrvalsdeildarfélög.

Manchester City er í fimmta sæti, Chelsea í sjötta og Arsenal í sjöunda. Félög á borð við Liverpool og Juventus komast ekki inn á topp 50 lista Forbes.

Sjö verðmætustu knattspyrnufélög heims:
1. Real Madrid - 4,24 milljarðar dollara
2. Barcelona - 4,02 milljarðar
3. Manchester United - 3,81 milljarðar
4. FC Bayern - 3,02 milljarðar
5. Manchester City - 2,69 milljarðar
6. Chelsea - 2,58 milljarðar
7. Arsenal - 2,27 milljarðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner