Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. október 2022 15:10
Ívan Guðjón Baldursson
Frábær sigur hjá Örgryte - Ótrúleg endurkoma SönderjyskE
Brynjar Björn er á góðri leið með að bjarga Örgryte frá falli.
Brynjar Björn er á góðri leið með að bjarga Örgryte frá falli.
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hammarby er í þriðja sæti og Malmö fjórða eftir markalaust jafntefli í sænska boltanum. Jón Guðni Fjóluson var ekki í hópi hjá Hammarby vegna meiðsla.


Í sænsku B-deildinni vann Örgryte gríðarlega mikilvægan og óvæntan sigur á Brage. Lærisveinar Brynjars Björns Gunarssonar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fjögur mörk í sigrinum.

Örgryte er þar með komið af fallsvæðinu en Brage er áfram í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar sem veitir umspilsrétt um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Axel Óskar Andrésson lék þá allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Örebro sem sótti sér flottan sigur gegn Eskilstuna United.

Valgeir Valgeirsson kom inn af bekknum og er Örebro um miðja deild eftir sigurinn, sex stigum frá umspilssæti þegar fimm umferðir eru eftir. 

Malmö 0 - 0 Hammarby

Örgryte 4 - 0 Brage
1-0 Haglind-Sangre ('19)
2-0 D. Paulson ('49)
3-0 A. Brorsson ('54)
4-0 H. Dahlqvist ('84)

Eskilstuna 0 - 1 Örebro
0-1 D. Bjornquist ('23)

Þá komu einnig Íslendingar við sögu í neðri deildum í Danmörku og Noregi og má sjá úrslitin hér fyrir neðan.

Atli Barkarson kom inn á 85. mínútu er SönderjyskE var 2-0 undir gegn Nyköbing en ótrúlegir hlutir gerðust eftir skiptingarnar.

Gestirnir í SönderjyskE settu þrjú mörk í uppbótartíma og tryggðu sér þannig ótrúlegan sigur sem er gríðarlega mikilvægur í toppbaráttunni.

SönderjyskE er í þriðja sæti með 23 stig eftir 11 umferðir, tveimur stigum eftir toppliði Vejle. Nyköbing er á botni deildarinnar með tvö stig.

Roskilde 0 - 1 Esbjerg

Nyköbing 2 - 3 SönderjyskE
1-0 E. Berggreen ('30, sjálfsmark)
2-0 L. Kjerrumgaard ('85)
2-1 E. Berggreen ('92, víti)
2-2 M. Dal Hende ('93)
2-3 R. Wikström ('96)

Lillehammer 3 - 3 Volda TI

Nardo 3 - 0 Kolstad


Athugasemdir
banner
banner