Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. október 2022 14:44
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fékk stig eftir tap - Asllani afgreiddi Samp
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

María Þórisdóttir lék allan leikinn í liði Manchester United sem tapaði í fyrstu umferð enska deildabikarsins eftir vítaspyrnukeppni gegn Aston Villa.


Man Utd fær eitt stig þrátt fyrir tapið og fær Villa aðeins tvö stig fyrir sigurinn vegna þess að úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Everton, Durham og Sheffield United eru einnig í riðli með Villa og Man Utd, sem eru meðal betri liða enska boltans.

Nikita Parris tók forystuna fyrir Man Utd snemma leiks en Rachel Daly gerði jöfnunarmark Villa í síðari hálfleik.

Aston Villa 1 - 1 Man Utd
0-1 Nikita Parris ('16)
1-1 Rachel Daly ('72)
4-3 í vítaspyrnukeppni

Guðný Árnadóttir lék þá allan leikinn er AC Milan sigraði gegn Sampdoria í ítalska boltanum.

Kosovare Asllani, sem skein skært á EM í sumar, skoraði bæði mörk Milan í 2-1 sigri.

Þetta var þriðji sigur Milan í röð og er liðið þar með búið að jafna Sampdoria í fjórða sæti, með níu stig eftir fimm umferðir.

Milan 2 - 1 Sampdoria
0-1 Sara Baldi ('3)
1-1 Kosovare Asllani ('7)
2-1 Kosovare Asllani ('48)


Athugasemdir
banner
banner
banner