Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 01. október 2022 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora þrennu á Anfield
Leandro Trossard skoraði þrjú fyrir Brighton á Anfield
Leandro Trossard skoraði þrjú fyrir Brighton á Anfield
Mynd: EPA
Belgíski leikmaðurinn Leandro Trossard er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora þrennu á Anfield en það gerði hann í 3-3 jafnteflinu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Trossard kom Brighton í 2-0 með tveimur mörkum snemma leiks áður en Liverpool vann sig inn í leikinn.

Roberto Firmino skoraði tvívegis áður en Adam Webster kom boltanum í eigið net í síðari hálfleiknum.

Trossard fullkomnaði síðan þrennu sína og tryggði Brighton stig á Anfield.

Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu á Anfield á eftir Andrei Arshavin og Peter Ndlovu. Arshavin gerði það í 4-4 jafntefli Arsenal og Liverpool árið 2009 en Ndlovu gerði það í 3-2 sigri Coventry á Liverpool tímabilið 1994-1995.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner