Myndband af Lionel Messi reyna að hjálpa ungum aðdáanda að flýja frá gæslu á leik Inter Miami gegn Charlotte í MLS deildinni um helgina fer eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Messi jafnaði metin með marki eftir rúmlega klukkutíma leik.
Á meðan á leiknum stóð hljóp ungur aðdáandi Messi inn á völlinn og argentíski leikmaðurinn tók vel í það að fara í myndatöku.
Um leið og henni lauk reyndi strákurinn að flýja frá öryggisvörðum og reyndi Messi að hljálpa honum aðeins með því að ýta í bakið á honum.
Það fór ekki betur en svo að einn öryggisvörðurinn náði stráknum og fór með hann upp í stúku.
Lionel Messi really told this young fan to hurry up and take the picture, and then gave him a push in the back to help him outrun security ????
— USMNT Only (@usmntonly) September 29, 2024
Messi a real one for this ????????pic.twitter.com/9TmN6YJfZw