Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 01. október 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi reyndi að hjálpa ungum aðdáanda frá öryggisvörðum
Mynd: EPA

Myndband af Lionel Messi reyna að hjálpa ungum aðdáanda að flýja frá gæslu á leik Inter Miami gegn Charlotte í MLS deildinni um helgina fer eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.


Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Messi jafnaði metin með marki eftir rúmlega klukkutíma leik.

Á meðan á leiknum stóð hljóp ungur aðdáandi Messi inn á völlinn og argentíski leikmaðurinn tók vel í það að fara í myndatöku.

Um leið og henni lauk reyndi strákurinn að flýja frá öryggisvörðum og reyndi Messi að hljálpa honum aðeins með því að ýta í bakið á honum.

Það fór ekki betur en svo að einn öryggisvörðurinn náði stráknum og fór með hann upp í stúku.


Athugasemdir
banner
banner