Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fös 01. nóvember 2024 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Annað tap Ísaks og Valgeirs í röð - Atli tapaði toppslag
Mynd: Fortuna Düsseldorf

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Dusseldorf sem heimsótti Preussen Munster í næst efstu deild í Þýskalandi í kvöld.


Preussen Munster var með 1-0 forystu í hálfleik og það urðu lokatölur leiksins. Ísak spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á undir lok leiksins. Hólmbert Aron Friðjónsson er leikmaður Preussen Munster en hann er fjarverandi vegna meiðsla.

Dusseldorf er á toppnum með 20 stig eftir 11 umferðir. Preussen Munster er í 14. sæti með 10 stig.

Atli Barkarson var í byrjunarliði Waregem sem tapaði 2-1 gegn RWDM í toppslag í næst efstu deild í Belgíu. RWDM er á toppnum með 23 stig eftir 10 umferðir en Waregem er í 2. sæti með 20 stig.

Lille gerði svekkjandi jafntefli gegn Lyon í frönsku deildinni. Jonathan David kom Lille yfir en Malick Fofana jafnaði metin í uppbótatíma. Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, er á meiðslalistanum.

Lille er í 3. sæti með 18 stig eftir tíu umferðir.

Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmanahópi Noah FC sem vann topplið Urartu 2-1 í armensku deildinni í dag. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner