Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Kelleher í markinu hjá Liverpool
Caoimhin Kelleher.
Caoimhin Kelleher.
Mynd: Getty Images
Mikael Neville Anderson byrjar fyrir Midtjylland gegn Atalanta.
Mikael Neville Anderson byrjar fyrir Midtjylland gegn Atalanta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Choupo-Moting byrjar hjá Bayern.
Choupo-Moting byrjar hjá Bayern.
Mynd: Getty
Það er enginn Alisson í markinu hjá Liverpool gegn Ajax í Meistaradeildinni í kvöld.

Fréttir voru af því í gær að Alisson væri með kórónuveiruna en félagið segir að hann sé að glíma við hnémeiðsli og sé þess vegna hvíldur í kvöld.

Írinn Caoimhin Kelleher er í markinu hjá Liverpool. Jurgen Klopp treystir honum frekar en Adrian sem er á bekknum. Kelleher er 22 ára gamall og er að fara að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni.

Klopp mætir samt sem áður með nokkur sterkt lið til leiks þar sem Liverpool hefur ekki mikið efni á því að tapa eins og gegn Atalanta um síðustu helgi. Salah, Mane og Jota byrja. Joel Matip kemur inn í hjarta varnarinnar.

Liverpool er á toppi riðilsins með níu stig. Ajax og Atalanta eru með sjö stig. Atalanta tekur á móti Midtjylland frá Danmörku. Þar er Mikael Neville Anderson í byrjunarliði Midtjylland. Gleðifréttir sem það eru.

Byrjunarlið Liverpool: Kelleher, N Williams, Matip, Fabinho, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Jones, Salah, Mane, Jota.
(Varamenn: Adrian, Jaros, Firmino, Minamino, Tsimikas, Origi, R. Williams, Cain, Clarkson)

Byrjunarlið Ajax: Onana, Mazraoui, Schuurs, Blind, Tagliafico, Alvarez, Klaassen, Gravenberch, Antony, Tadic, Neres.
(Varamenn: Stekelenburg, Scherpen, Timber, Klaiber, Huntelaar, Promes, Ekkelenkamp, Labyad, Martinez, Traore)

Manchester City er í heimsókn hjá Porto í C-riðli. Man City er á toppi riðilsins með 12 stig og Porto er með níu stig. Porto þarf eitt stig til að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Cancelo, Dias, Garcia, Zinchenko, Rodri, Fernandinho, Silva, Foden, Sterling, Torres.

Ríkjandi meistarar Bayern eiga erfiðan útileik fyrir höndum í Madríd gegn Atletico. Bayern er með fullt hús stiga og er komið áfram. Atletico er í öðru sæti með fimm stig, tveimur stigum meira en Lokomotiv Moskva. Sigur myndi gera mikið fyrir Atletico. Bayern hvílir mikið og byrjar til að mynda Choupo-Moting frammi.

Byrjunarlið Atletico: Oblak, Trippier, Savic, Gimenez, Hermoso, Llorente, Saul, Koke, Carrasco, Correa, Joao Felix.

Byrjunarlið Bayern: Nübel, Sarr, Süle, Arrey-Mbi, Lucas, Sane, Martinez, Alaba, Musiala, Douglas Costa, Choupo-Moting.

A-riðill:
17:55 Lokomotiv Moskva - Salzburg
20:00 Atletico Madrid - Bayern Munchen

B-riðill:
17:55 Shakhtar Donetsk - Real Madrid
20:00 Gladbach - Inter Milan

C-riðill:
20:00 Porto - Manchester City
20:00 Marseille - Olympiakos

D-riðill:
20:00 Atalanta - Midtjylland
20:00 Liverpool - Ajax
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner