Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 01. desember 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Otamendi biðst afsökunar á mistökum
Nicolas Otamendi
Nicolas Otamendi
Mynd: Getty Images
Argentínski varnarmaðurinn Nicolas Otamendi hefur beðið stuðningsmenn Benfica afsökunar á mistökum sem hann hefur gert í leikjum með liðinu síðan hann kom frá Manchester City í sumar.

Otamendi átti slaka sendingu til baka í leik ggn Maritimo í gær sem varð til þess að Rodrigo Pinho skoraði.

Benfica vann leikinn 2-1 en eftir mistökin í gær og fleiri mistök á tímabilinu sendi Otamendi afsökunarbeiðni á Instagram.

„Ég bið alla stuðningsmenn Benfica afsökunar á þessari byrjun og ég vil þakka ykkur og þakka liðsfélögum mínum sem eru alltaf með mér og hafa sýnt mér stuðning frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég mun leggja ennþá harðar að mér og bæta mig," sagði Otamendi á Instagram.

Hinn 32 ára gamli Otamendi kom til Benfica í sumar eftir fimm ár í herbúðum Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner