Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 01. desember 2020 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
The Sun: Eiður Smári þjálfari finnska landsliðsins
Eiður Smári er þjálfari FH og aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins.
Eiður Smári er þjálfari FH og aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússinn Roman Abramovich tók við sem eigandi Chelsea árið 2003. Hann hefur síðan dælt peningi inn í félagið og náð fínum árangri.

Leikurinn gegn Tottenham síðasta sunnudag var leikur númer 1000 frá því að Abramovich tók við sem eigandi.

Í tilefni af því tók götublaðið The Sun saman byrjunarliðið í fyrsta leik Abramovich fyrir 17 árum síðan. Fjölmiðillinn fór yfir það hvað leikmennirnir sem voru í því liði eru að gera í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliðinu og skoraði þegar Chelsea vann slóvenska liðið Zilina í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta leik Abramovich sem eiganda.

The Sun gerir mikil mistök í dálki sínum um Eið Smára. Þar segir að Eiður sé í dag þjálfari finnska landsliðsins í fótbolta, en það er hann auðvitað ekki. Hann er þjálfari FH í Pepsi Max-deildinni og aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins íslenska.

Í framlínunni með Eiði í leiknum gegn Zilina var Finninn Mikael Forsell, sem er í dag U19 þjálfari hjá Helsinki í Finnlandi. Það hefur einhver misskilningur orðið þarna á.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner