Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. desember 2022 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku braut varamannaskýlið eftir leik
Lukaku átti ekki góðan dag.
Lukaku átti ekki góðan dag.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, sóknarmaður belgíska landsliðsins, átti ansi erfiðan dag þegar Belgía féll úr leik á HM.

Belgar þurftu sigur gegn Króatíu en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Lukaku er að stíga upp úr meiðslum en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í dag og freistaði þess að hjálpa Belgum að komast áfram í 16-liða úrslit.

Lukaku óð í færum en boltinn vildi ekki inn hjá honum. Hann endaði einn og sér með 1,67 í xG sem er gríðarlega há tölfræði fyrir einn leikmann.

Lukaku var brjálaður í leikslok og eyðilagði varamannaskýli með því að kýla það. Myndband af því má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner