Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. desember 2022 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Mislintat sé ekki á leið til Liverpool
Sven Mislintat.
Sven Mislintat.
Mynd: Getty Images
Það hafa verið sögur á kreiki um að Sven Mislintat sé áhugasamur um að taka að sér starf yfirmanns fótboltamála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.

Mislintat var áður yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal en á ferli sínum hjá Lundúnafélaginu keypti hann átta leikmenn sem allir hafa yfirgefið félagið núna.

Mislintat og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, þekkjast vel en þeir unnu saman hjá Dortmund frá 2008-2015. Því hafa farið sögur af stað um að Mislintat sé að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool en félagið er í leit að manni í það starf.

Christian Falk, yfirmaður fótboltaskrifa hjá þýska fjölmiðlinum Bild, segir hins vegar ekkert til í því að Mislintat sé á leið til Liverpool. Hann sé ekki á meðal aðila sem komi til greina í það starf.

Mislintat starfar í dag sem yfirmaður fótboltamála hjá Stuttgart í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner