Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 01. desember 2023 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Willian einn besti leikmaður í sögu deildarinnar
Mynd: EPA

Liverpool er í mikilli toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í þriðja sæti aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal.


Liverpool er komið áfram í Evrópudeildinni eftir öruggan sigur á LASK frá Austurríki í gær en liðið fær Fulham í heimsókn í úrvalsdeildinni á morgun.

Fulham er í 14. sæti deildarinnar með 15 stig en Klopp er mjög hrifinn af liðinu. Hann er sérstaklega hrifin af Willian en þessi 35 ára gamli Brasilíu maður átti góðan feril með Chelsea á sínum tíma.

„Þetta er mjög gott fótboltalið. Þú ert með einn af bestu leikmönnum sem hefur verið í úrvalsdeildinni og hann er enn á fullu," sagði Klopp.

Willian skoraði tvö mörk af vítapunktinum í dramatískum 3-2 sigri á Wolves í síðustu umferð en hefur skorað þrjú mörk í deildinni í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner