Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fös 01. desember 2023 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Nokkrir Íslendingar meðal 6000 áhorfenda
Cardiff City leikvangurinn í Wales.
Cardiff City leikvangurinn í Wales.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það er búið að selja yfir 6000 miða á leik Wales og Íslands í Þjóðadeild UEFA sem fer fram í Cardiff í kvöld en þeirra á meðal verða íslenskir áhorfendur.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

Ekki er búist við stórum hóp íslenskra stuðningsmanna en þó er eitthvað um fjölskyldumeðlimi leikmanna íslenska liðsins sem hafa lagt land undir fót og ætla að styðja íslenska liðið.

Leikurinn fer fram á Cardiff City leikvangnum í Wales. Leikvangurinn tekur 28.018 í sæti og samtals 33.280 með stæðum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fótbolti.net fékk frá knattspyrnusambandi Wales munu áhorfendur aðeins vera á neðri hæð stúkanna.

Leikvangurinn var formlega opnaður 22. júlí 2009 en við hann er 70 herbergja hótel með bar og veitingastað. Í nánasta umhverfi eru helstu skyndibitastaðirnir, Nando's, KFC, McDonald's og Subway auk kaffihúsa Starbucks, Costa og Nero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner