Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 01. desember 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Andri sá fyrsti sem Venni sækir í Þrótt (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viktor Andri Hafþórsson er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur en hann kemur til félagsins frá Keflavík.

Viktor er 22 ára og uppalinn í Fjölni. Hann kom við sögu í átján leikjum í Bestu deildinni í sumar og skoraði tvö mörk á sínu fyrsta og eina tímabili með Keflavík.

Vikto er sóknarmaður sem hafði fyrir síðasta tímabil leikið allan sinn feril í Fjölni.

Viktor skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Sigurvin Ólafsson, Venni, krækir í eftir að hafa tekið við sem þjálfari Þróttar nú í haust.

Þróttur R.
Komnir
Viktor Andri Hafþórsson frá Keflavík

Farnir
Hinrik Harðarson í ÍA
Steven Lennon (var á láni frá FH)

Samningslausir
Izaro Abella Sanchez
Jorgen Pettersen
Óskar Sigþórsson
Sergio Francisco Oulu
Albert Elí Vigfússon 31.12
Brynjar Gautur Harðarson 31.12
Emil Skúli Einarsson 31.12
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner