Wayne Rooney, stjóri Plymouth, gagnrýndi leikmenn liðsins aftur eftir 4-0 tap gegn Bristol City í Championship deildinni í gær.
Þetta er aðeins nokkrum dögum eftir 6-1 tap liðsins gegn Norwich þar sem hann sagði að U18 ára lið félagsins hefði ekki tapað leiknum svona stórt.
„Leikmennirnir hrundu. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef ekki sagt við leikmennina. Þeir algjörlega hrundu. Það var sama sagan gegn Norwich og Leeds," sagði Rooney.
„Ef þú vilt eiga feril í fótbolta verður þú stundum að grafa djúpt. Það er eitthvað sem ég gerði sem leikmaður. Mér fannst leikmenn sýna mikinn skort á karakter eftir að við fengum á okkur fyrsta markið og það voru mikil vonbrigði."
Ljóst er að Rooney er undir mikilli pressu en Plymouth er aðeins tveimur stigum frá fallsæti eftir 18 umferðir.