„Hann endaði tímabilið kannski ekki eins og hann byrjaði það. Út frá því fara kannski að koma einhverjar sögur og menn fara að geta í eyðurnar.“
„Það má segja að við eigum inni Akoto frá því í fyrra. Hann var mikið meiddur og kom hálf hálf skakkur hvað varðar form.“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gefur ekkert fyrir sögusagnir um að Júlíus Mar Júlíusson sé á förum frá KR.
Fjölmiðlum var tíðrætt um sögusagnir um meint ósætti Júlíusar Mars Júlíussonar, leikmanns KR, fyrir rúmum mánuði og var rætt um mögulega brottför hans úr Vesturbænum.
Valur bauð í leikmanninn en tilboðinu var hafnað. Þá var hann jafnframt orðaður við Víking, Stjörnuna, Breiðablik og ÍA. Þá hafði Lyngby einnig augastað á leikmanninum.
Júlíus Mar er hafsent fæddur árið 2004. Hann lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild síðasta sumar eftir að KR keypti hann frá uppeldisfélaginu Fjölni fyrir rúmu ári síðan.
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, um Júlíus Mar og um mannskapinn í vörninni.
Fjölmiðlum var tíðrætt um sögusagnir um meint ósætti Júlíusar Mars Júlíussonar, leikmanns KR, fyrir rúmum mánuði og var rætt um mögulega brottför hans úr Vesturbænum.
Valur bauð í leikmanninn en tilboðinu var hafnað. Þá var hann jafnframt orðaður við Víking, Stjörnuna, Breiðablik og ÍA. Þá hafði Lyngby einnig augastað á leikmanninum.
Júlíus Mar er hafsent fæddur árið 2004. Hann lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild síðasta sumar eftir að KR keypti hann frá uppeldisfélaginu Fjölni fyrir rúmu ári síðan.
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, um Júlíus Mar og um mannskapinn í vörninni.
„Ég gef ekki neitt fyrir það. Júlli er glaður í KR og við erum glaðir með Júlla. Þangað til að einhver annar kemur til að segja mér annað þá lít ég á að þetta sé staðan. Hann er framtíðarleikmaður hjá KR.“
Þessar sögusagnir voru þá ekki á rökum byggðar?
„Ekki hvað varðar hann og okkur. Hann endaði tímabilið kannski ekki eins og hann byrjaði það. Út frá því fara kannski að koma einhverjar sögur og menn fara að geta í eyðurnar. Þeir leggja saman tvo og tvo og fá út eitthvað annað en fjóra. Þetta er bara hluti af fótboltanum að menn reyni að lesa í einhverja stöðu sem er uppi. Ef sami hluturinn er sagður nægilega oft, öðlast það sitt eigið líf.“
Ánægður með mannskapinn í vörninni
Óskar segist ánægður með hafsentastöðu liðsins, en KR fékk á sig flest mörk í deildinni á síðasta tímabili. Liðið fékk á sig 62 mörk, sem er tólf mörkum meira en næsta lið.
„Ég er virkilega ánægður með hana. Það má segja að við eigum inni Akoto frá því í fyrra. Hann var mikið meiddur og kom hálf hálf skakkur inn í þetta hvað varðar form. Svo hef ég trú á að Finnur Tómas muni verða öflugur.
Síðan eigum við Bigga og Gyrði sem eru virkilega flottir. Ég held að við séum vel settir með mannskap. Við þurfum svo að finna jafnvægi hvernig við getum sótt á sem flestum án þess að það sé allt galopið hjá okkur.“
Athugasemdir


