Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. febrúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bayern greiðir ekkert lánsfé fyrir Cancelo
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City undir lok gluggans en félagið greiðir aðeins laun hans á lánstímanum.

Cancelo var leyft að fara eftir að hann reifst við Pep Guardiola á æfingasvæði Man City.

Hann þoldi það illa að sitja á bekknum hjá Englandsmeisturunum og óskaði því eftir að fara annað í leit að meiri spiltíma.

Bayern greiðir Man City ekkert lánsfé. Að vísu borgar félagið launakostnað Portúgalans og eru það engin slor laun. Hann skrifaði undir framlengingu á síðasta ári og er talinn vera með í kringum 200 þúsund pund í vikulaun.

Þýska félagið á möguleika á því að kaupa Cancelo fyrir 61,5 milljónir punda í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner