Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. febrúar 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Dyche: Þeir leikmenn sem við höfum verða að spila betur
Sean Dyche á æfingasvæði Everton.
Sean Dyche á æfingasvæði Everton.
Mynd: Getty Images
„Ég hef fengið afskaplega góðar móttökur hérna. Ég þekkti til félagsins eftir heimsóknir hingað en allir hafa verið gríðarlega opnir og hreinskilnir," segir Sean Dyche, nýr stjóri Everton.

Dyche, sem er fyrrum stjóri Burnley, var ráðinn eftir að Frank Lampard var rekinn. Hann fær það verkefni að reyna að halda Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Everton tókst ekki að landa neinum leikmanni í janúarglugganum þrátt fyrir ýmsar tilraunir undir lok gluggans. Enginn leikmaður virtist hafa áhuga á að koma. Anthony Gordon var seldur til Newcastle og leikmannahópur Everton stendur eftir veikari eftir gluggann.

„Eftir að ég var ráðinn þá hef ég ég séð alla þá miklu vinnu sem fólk hefur lagt á sig. Eigandinn, stjórnarformaðurinn, Kev (Thelwell, yfirmaður fótboltamála) og ég sjálfur voru í símanum stöðugt. Ég var á staðnum og get fullvissað ykkur um að menn gerðu allt sem hægt væri," segir Dyche.

„Allir aðilar þurfa að segja já og maður þarf að hafa fjármagn til að komast á þann stað. Við erum með mjög hæfileikaríka leikmenn hér. Þeir gætu hafa villst af leið, það er hægt að rökræða um það af hverju hlutirnir hafa ekki gengið vel."

„Leikmennirnir eru með opinn huga. Þeir eru með opinn huga. Þeir hafa talað hreint út og eru meðvitaðir um áskorunina sem er framundan og hvað við getum gert. Það er löngun til til þess að laga hlutina og koma liðinu á réttan kjöl."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner