Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. febrúar 2023 00:06
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag ánægður með Sancho - „Skælbrosandi síðustu vikur"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho spilaði sinn fyrsta leik í rúma þrjá mánuði
Jadon Sancho spilaði sinn fyrsta leik í rúma þrjá mánuði
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var ánægður með framlag leikmanna í leikjunum tveimur gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska deildabikarsins en United er á leið í úrslitaleikinn gegn Newcastle United.

Marcus Rashford lagði upp bæði mörk United seint í leiknum fyrir Anthony Martial og Fred í 2-0 sigri.

United vann samanlagt, 5-0, og mætir því Newcastle á Wembley þann 26. febrúar.

„Þetta var gott yfir þessa tvo leiki en fyrri hálfleikurinn var ekkert spes í dag. Það er augljóst að síðari hálfleikurinn var betri í dag en fyrri hálfleikurinn var of hægur og ekki mikill hraði á leiknum.“

„Ég var ánægðari í síðari hálfleiknum. Það var meiri hraði, hreyfing og við sköpuðum færi og unnum 5-0 yfir tvo leiki og það er í góðu lagi.“


Ten Hag gerði þrefalda skiptingu í síðari hálfleik en hann vill halda mönnum ferskum fyrir leikina sem framundan eru.

„Við gátum gert það og það var líka upp á framtíðina og leikina sem framundan eru. Við þurftum að hvíla aðra því við þurfum orkuna."

Hollenski stjórinn fagnar því samt ekkert að vera kominn í úrslitaleik enda þarf að vinna þann leik.

„Það er frábært en maður spilar úrslitaleiki til að vinna þá. Það er ekkert afrek að komast í úrslit. Við viljum vinna þessa leiki en fyrst verðum við að gera aðra hluti. Vð förum nú í ensku úrvalsdeildina og jörðum þennan bikar.“

United er að fara í gegnum erfiða dagskrá en Ten Hag fagnar því.

„Þetta er kostur því þú getur bætt þig í hverjum leik og setur staðalinn og vinnur í bætingum. Það er hægt að segja leikmönnum hvað má betur fara og hvernig er hægt að koma því í næsta leik.“

Jadon Sancho kom inná sem varamaður í leiknum í fyrsta leik hans síðan í október. Hann var sendur í einstaklingsþjálfun í Hollandi í kringum HM og snéri ekki aftur til United fyrr en í síðasta mánuði.

„Það var geggjað að sjá stuðningsmennina gefa honum alla þessa ást. Mér sýndist hann njóta þess að vera mættur aftur á völlinn. Síðustu vikur hefur hann verið brosandi á æfingasvæðinu og é vona að hann geti haldið áfram að taka framförum og hann geti hjálpað okkur á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner