Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. febrúar 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ziyech mættur aftur til æfinga hjá Chelsea eftir vonbrigðin
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: EPA
Marokkóski landsliðsmaðurinn Hakim Ziyech hjá Chelsea er sagður verulega ósáttur við atburðarásina á Gluggadegi en hann var þá mættur til Parísar þar sem hann var að ganga í raðir Paris St-Germain.

En stórkostlegt klúður með pappírsmálin gerðu það að verkum að skiptin náðu ekki í gegn í tæka tíð.

„Hann er kominn til baka til okkar. Hann æfði í morgun," segir Graham Potter, stjóri Chelsea.

„Hann er fagmaður og sýnir þessu skilning. Hann leggur sig allan fram fyrir okkur og er til staðar. Hann verður mikilvægur leikmaður fyrir okkur út tímabilið."

Chelsea er í tíunda sæti í ensku úrvalsdeildinni, tíu stigum frá Meistaradeildararsæti eftir 20 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner