Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. mars 2024 10:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola mælir með því að Barcelona ráði De Zerbi
Mynd: EPA

Spænski fjölmiðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að Pep Guardiola hafi mælt með því við forráðamenn Barcelona að ráða Roberto de Zerbi til starfa hjá félaginu.


Xavi mun yfirgefa félagið í sumar og Pep Guadiola fyrrum leikmaður og stjóri Barcelona telur að De Zerbi sé besti kosturinn fyrir félagið.

Guardiola náði frábærum árangri í stjóratíð sinni hjá spænska félaginu en hann vann deildina þrisvar og meistaradeildina tvisvar.

Guardiola hrósaði De Zerbi í hástert fyrir leik City gegn Brighton fyrr á tímabilinu.

„Ég dáist að því að það skiptir engu máli á móti hvaða liði hann spilar. Hann hefur sannað að þú þarft ekki að vera hjá topp félagi með topp leikmenn til að láta liðið spila eins og þú vilt," sagði Guardiola.

„Hann var hjá Sassuolo sem er ekki talið eitt besta liðið, það skipti ekki máli hvort það var San Siro, Túrin eða Napoli, hann vildi halda í boltann og spila. Ég nýt þess að horfa á liðið hans spila, ég læri af því. Þessi árangur hans kemur ekki á óvart."


Athugasemdir
banner
banner