Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 11:33
Magnús Már Einarsson
Elísabet tekur pásu vegna veikinda
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fotball Gala
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, þarf að taka sér pásu frá þjálfun liðsins um óákveðinn tíma vegna veikinda sem hún er að glíma við. Um er að ræða taugasjúkdóm.

„Þetta er eitthvað sem getur verið til lengri tíma. Þetta hefur áhrif á taugakerfið og það er ekki gott að fá þetta í höfuðið. Þetta er mjög sársaukafullt. Ég hef ekki getað þjálfað neitt og ég veit ekki hversu lengi þetta varir," sagði Elísabet við Kristianstadsbladet.

Johanna Rasmussen og Björn Sigurbjörnsson, aðstoðarþjálfarar Kristianstad, stýra liðinu í fjarveru Elísabetar.

„Við erum með sterkan hóp af leiðtogum og þjálfurum og ég held að þetta hafi ekki áhrif á leikmennina," sagði Elísabet.

Kristianstad á að mæta Gautaborg í fyrstu umferð í úrvalsdeildinni þann 28. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner