Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 02. júní 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Telegraph: Hasenhuttl búinn að framlengja til 2024
Hasenhuttl er 52 ára og stýrði RB Leipzig áður en hann tók við Southampton.
Hasenhuttl er 52 ára og stýrði RB Leipzig áður en hann tók við Southampton.
Mynd: Getty Images
Austurríski knattspyrnustjórinn Ralph Hasenhüttl er búinn að skrifa undir nýjan samning við Southampton sem gildir í fjögur ár, eða þar til í júní 2024.

Southampton hefur verið að spila vel undir Hasenhüttl þó að stigasöfnun hafi ekki gengið sérlega vel.

Félagið hefur staðið þétt við bakið á stjóranum og var Martin Semmens framkvæmdastjóri snöggur að koma honum til varnar eftir ótrúlegt 0-9 tap á heimavelli gegn Leicester City fyrir áramót. Southampton vann í seinni umferðinni á King Power leikvanginum.

Telegraph greinir frá því að Hasenhüttl og Southampton komust að samkomulagi fyrir Covid pásuna. Félagið ætlaði upprunalega að tilkynna fregnirnar um miðjan mars.

Félagið bætti við sig Matt Crocker sem starfar sem yfirmaður knattspyrnumála og þá er Shane Long að skrifa undir samningsframlengingu, en hann rennur út á samningi í lok mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner