Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   fös 02. júní 2023 15:02
Innkastið
„Hlýtur að vera komin alvöru pressa“
Lengjudeildin
watermark Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Jón Þór Hauksson. Það hlýtur að vera komin alvöru pressa á Jón eftir úrslitin í dag. Einn sigur í fimm leikjum. Maður hefði líka getað valið bara sóknarleik Skagans en Jón Þór fær þetta þar sem leikurinn tapast hjá ÍA og síðan ákvað hann ekki að koma í viðtal til mín!" skrifaði Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um tapleik ÍA gegn Fjölni í gær.

Þjálfari Skagamanna mætti ekki í viðtal eftir tapið en byrjun liðsins á tímabilinu hefur verið mikil vonbrigði. ÍA féll úr Bestu deildinni undir stjórn Jóns á síðasta tímabili og byrjar illa í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

„Jón Þór er mikill Skagamaður, með miklar tengingar og fær þá kannski meiri slaka. En það er hárrétt að það á að vera komin meiri pressa á hann. Fyrir tímabil voru allir með Skagann í efsta sæti í spánni. Þeir fá Arnór Smárason líka heim og maður hefur heyrt að hann sé á stórum samningi sem leikmenn ÍA fá venjulega ekki. Það er mkið lagt í þetta lið," segir Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Innkastinu.

Jón Þór var þó ekki eini þjálfarinn sem mætti ekki í viðtal eftir leik í gær. Helgi Sigurðsson gaf ekki viðtal eftir 0-3 tap Grindavíkur gegn Aftureldingu.

„Þetta var líka í Grindavík. Helgi Sig fór bara heim tíu mínútum eftir leik og þegar maður ætlaði að ná í hann í viðtal var hann hvergi sjáanlegur," segir Guðmundur.

„Þetta er risastór mínus. Þeir vita alveg að það bíður þeirra viðtal," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum.
Innkastið - Lögregluvarðstjórinn og margt býr í þokunni
Athugasemdir
banner
banner