Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
   fös 02. júní 2023 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nenad: Þór á stað í hjarta mínu að eilífu
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Það er mjög pirrandi að tapa svona," sagði Nenad Zivanovic þjálfari Ægis eftir 3-1 tap liðsins gegn Þór á Akureyri í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við töpum 3-1. Við fáum á okkur auðveld mörk, við erum seinir að bregðast við."


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Ægir

„Hvernig við bregðumst við þegar þeir erum með boltann er ekki gott. Við gátum ekki haldið boltanum, það er vandamál ef þú getur ekki haldið boltanum í meira en 5-10 sekúndur, þá færðu margar sóknir á þig. Það skiptir ekki máli hversu góð vörnin er, hún ræður ekki við svona margar sóknir."

Nenad var leikmaður Þórs sumarið 2010 og lék með liðinu í næst efstu deild. Hann var ánægður að koma aftur til Akureyrar.

„Það er tilfinningaþrungið. Þór á stað í hjarta mínu að eilífu. Það var vel tekið á móti mér hér árið 2010. Þetta var versta tímabilið mitt í íslenska boltanum, ég spilaði ekki eins vel og ég get en ég fann ekki fyrir því. Mér fannst ég vera heima hjá mér og það er alltaf gott að koma aftur," sagði Nenad.


Athugasemdir
banner
banner