Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 02. júní 2023 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nenad: Þór á stað í hjarta mínu að eilífu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Það er mjög pirrandi að tapa svona," sagði Nenad Zivanovic þjálfari Ægis eftir 3-1 tap liðsins gegn Þór á Akureyri í Lengjudeildinni í kvöld.

„Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við töpum 3-1. Við fáum á okkur auðveld mörk, við erum seinir að bregðast við."


Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 Ægir

„Hvernig við bregðumst við þegar þeir erum með boltann er ekki gott. Við gátum ekki haldið boltanum, það er vandamál ef þú getur ekki haldið boltanum í meira en 5-10 sekúndur, þá færðu margar sóknir á þig. Það skiptir ekki máli hversu góð vörnin er, hún ræður ekki við svona margar sóknir."

Nenad var leikmaður Þórs sumarið 2010 og lék með liðinu í næst efstu deild. Hann var ánægður að koma aftur til Akureyrar.

„Það er tilfinningaþrungið. Þór á stað í hjarta mínu að eilífu. Það var vel tekið á móti mér hér árið 2010. Þetta var versta tímabilið mitt í íslenska boltanum, ég spilaði ekki eins vel og ég get en ég fann ekki fyrir því. Mér fannst ég vera heima hjá mér og það er alltaf gott að koma aftur," sagði Nenad.


Athugasemdir
banner
banner