
„Það er mjög pirrandi að tapa svona," sagði Nenad Zivanovic þjálfari Ægis eftir 3-1 tap liðsins gegn Þór á Akureyri í Lengjudeildinni í kvöld.
„Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við töpum 3-1. Við fáum á okkur auðveld mörk, við erum seinir að bregðast við."
Lestu um leikinn: Þór 3 - 1 Ægir
„Hvernig við bregðumst við þegar þeir erum með boltann er ekki gott. Við gátum ekki haldið boltanum, það er vandamál ef þú getur ekki haldið boltanum í meira en 5-10 sekúndur, þá færðu margar sóknir á þig. Það skiptir ekki máli hversu góð vörnin er, hún ræður ekki við svona margar sóknir."
Nenad var leikmaður Þórs sumarið 2010 og lék með liðinu í næst efstu deild. Hann var ánægður að koma aftur til Akureyrar.
„Það er tilfinningaþrungið. Þór á stað í hjarta mínu að eilífu. Það var vel tekið á móti mér hér árið 2010. Þetta var versta tímabilið mitt í íslenska boltanum, ég spilaði ekki eins vel og ég get en ég fann ekki fyrir því. Mér fannst ég vera heima hjá mér og það er alltaf gott að koma aftur," sagði Nenad.