Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurkoma Kristjáns Gauta: Gæti orðið jóker í FH-liðinu
Kristján í leiknum gegn Þór.
Kristján í leiknum gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Gauti Emilsson er byrjaður aftur í fótbolta. Hann spilaði sinn fyrsta leik í fimm ár þegar hann kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri FH gegn Þór í Mjólkurbikarnum í síðustu viku.

Kristján gekk aftur í raðir FH í júní og tók þá fram skóna á nýjan leik. Kristján Gauti er 27 ára en hann hætti óvænt í fótbolta 23 ára þegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Í viðtali eftir leikinn gegn Þór sagði hann að hann hefði misst áhugann eftir þrálát meiðsli.

Kristján Gauti var feykilega mikið efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool þar sem hann lék fyrir yngri lið félagsins.

Rætt var um hans endurkomu í fótboltann í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Virkilega skemmtilegt fyrir hann að fá að sprikla. Áhuginn er kominn aftur og hann er kominn á fulla ferð. Vonandi var þetta ekki of löng pása fyrir hann; fimm ár, það er helvíti langur tími - það er hálfur áratugur," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Mér fannst hann útskýra þetta ágætlega," sagði Benedikt Bóas Hinriksson. „Þetta voru meiðsli ofan í meiðsli ofan í meiðsli og þá missirðu áhugann. Ég var meiddur í tvö og hálft ár og ég nennti því ekki lengur."

„Ég er enn stórlega efins um að þetta muni enda í einhverjum ævintýrum," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Ég held að hann sé ekki endilega að stefna að því að fara að skora 20 mörk og eitthvað þannig," sagði Benedikt og tók Ingólfur undir það: „Bara að hafa gaman að því að mæta á æfingar og hjálpa aðeins ef þarf. Við erum jafnaldrar og fórum saman í gegnum yngri landsliðin. Þarna var mikill hæfileikamaður á ferð og ef hann er með eitthvað eftir, sem ég efa ekki, þá verður hann jóker þarna. Hann gæti komið inn og gert skemmtilega hluti."

Væri sniðugt að lána hann í Lengjudeildina til að hann fái spiltíma? „Það væri ekki vitlaust," sagði Ingólfur og hélt áfram: „En ég veit ekki á hvaða forsendum hann er í þessu. Nennir hann að fara á láni og vera nýi maðurinn í klefanum? Eða er hann bara í þessu til að vera á sínum heimavelli í Kaplakrika?"

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í útvarpsþættinum og horfa á viðtal sem tekið var við Kristján Gauta eftir leikinn gegn Þór.
Kristján Gauti: Þurfti að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig
Bikaryfirferð - ÍBV og Fram að gera gott mót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner