Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 02. ágúst 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 8. sæti - Þarf 75 milljónir punda eða meira
Leicester
Vardy skorar alltaf sín 15+ mörk.
Vardy skorar alltaf sín 15+ mörk.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Brendan Rodgers, stjóri Leicester.
Mynd: EPA
Wesley Fofana er frábær miðvörður.
Wesley Fofana er frábær miðvörður.
Mynd: Getty Images
Leicester fagnar marki.
Leicester fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Maddison hefur verið orðaður við Newcastle en er mjög mikilvægur fyrir Leicester.
Maddison hefur verið orðaður við Newcastle en er mjög mikilvægur fyrir Leicester.
Mynd: EPA
Frá King Power leikvanginum, heimavelli Leicester.
Frá King Power leikvanginum, heimavelli Leicester.
Mynd: Getty Images
Hvar endar Leicester á komandi tímabili?
Hvar endar Leicester á komandi tímabili?
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Fyrsti leikur er á föstudaginn.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Leicester sem er spáð áttunda sæti deildarinnar af okkar fréttafólki.

Um Leicester: Síðasta tímabil var vonbrigði fyrir Leicester og þeir misstu af Evrópusæti. Það er ekki sérlega langt síðan stuðningsfólk Leicester var fegið við að forðast falldrauginn en eftir að liðið varð óvænt Englandsmeistari árið 2016 þá eru kröfurnar meiri. Þetta tímabil verður áhugavert; ætla þeir að blanda sér í Evrópubaráttuna eða sætta sig við miðjumoð líkt og í fyrra?

Meiðsli fóru illa með Leicester á síðustu leiktíð. Þeir hafa ekki bætt við sig einum einasta leikmanni en með sitt sterkasta lið þá geta þeir strítt hvaða liði sem er.

Komnir:
Leicester þarf að jafna út bókhaldið: „Mjög erfitt sumar fyrir okkur"

Farnir:
Vontae Daley-Campbell til Cardiff - frítt
Eldin Jakupovic fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: Wesley Fofana, James Maddison og Jamie Vardy eru þrír af mikilvægustu leikmenn Leicester. Það eru sögur um að önnur félög séu að reyna að kaupa Fofana og Maddison, en svo Leicester muni berjast um Evrópusæti þá verða þeir að halda þessum leikmönnum og helst bæta eitthvað við sig. Wilfred Ndidi og Youri Tielemans eru líka gríðarlega öflugir á miðsvæðinu. Vardy skorar alltaf sín 15+ mörk og það er lykilatriði fyrir Leicester að hann haldist heill á þessari leiktíð.




Var ekki litið til baka eftir það
Jack Johnson, upprennandi fréttamaður á Bretlandseyjum, er mikill stuðningsmaður Leicester. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum.

Ég byrjaði að halda með Leicester af því að... Vegna þess að pabbi minn hefur verið mikill stuðningsmaður félagsins alla sína ævi. Hann fór með mig á leiki þegar ég var yngri og það var ekki litið til baka eftir það.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Meiðslin fóru illa með okkur á síðustu leiktíð. Við hefðum getað gert mjög góða hluti ef við hefðum ekki verið án lykilmanna í svona langan tíma. Á endanum var niðurstaðan vonbrigði í bæði deildinni og Evrópu, en við getum ekki verið mjög svekkt miðað við hvernig staðan var á leikmannahópnum í gegnum tímabilið. Ég hef trú á því að við munum gera mun betur á komandi leiktíð. Það eru leikmenn komnir til baka og hópurinn okkar er sterkur. Ég hef samt áhyggjur af því að við erum ekki búnir að kaupa einn leikmann!

Hvernig er andrúmsloftið á King Power leikvanginum? Það hefur verið rafmagnað í gegnum árin. Ég held mest upp á Evrópukvöldin. Ef liðið er að svara vel, þá mun stuðningsfólkið svo sannarlega fylgja með.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Það er miðvörðurinn Wesley Fofana.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Væri alveg til í að losna við Jannik Vestergaard.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Klárlega Fofana.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Phil Foden er með rosalega mikil gæði.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Ég er ánægður með Brendan Rodgers. Hann hefur ruglað aðdáendur í ríminu með því að tala um að endurbyggja leikmannahópinn sem hefur svo ekki gerst. Ég held að það sé samt ekki honum að kenna. Ég hugsa stundum hvort það sé einhver betri þarna úti. Ef hann fer, er einhver betri? Ég held ekki. Í augnablikinu er ég ánægður með hann.

Það hefur verið talað um að Maddison sé mögulega á förum. Hversu mikilvægur er hann fyrir liðið og hvað á félagið að biðja um mikið fyrir hann? Maddison er gífurlega mikilvægur. Það á að byggja liðið í kringum hann og ég held að félagið sé að stefna á það. Ég held að við munum ekki selja hann nema við fáum 75 milljónir punda eða meira. Hann er það mikilvægur fyrir okkur."

Í hvaða sæti mun Leicester enda á tímabilinu? Ég held að við endum í 7. sæti.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Leicester, 123 stig
9. Newcastle, 115 stig
10. Aston Villa, 99 stig
11. Wolves, 96 stig
12. Brighton, 94 stig
13. Crystal Palace, 90 stig
14. Everton, 61 stig
15. Southampton, 55 stig
16. Leeds, 53 stig
17. Fulham, 43 stig
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner