Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. ágúst 2022 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Henderson óánægður með Man Utd - „Þetta er glæpsamlegt"
Dean Henderson var lofað markvarðarstöðunni hjá Man Utd
Dean Henderson var lofað markvarðarstöðunni hjá Man Utd
Mynd: EPA
Dean Henderson, markvörður Nottingham Forest, vandar stjórnarmönnum Manchester United ekki kveðjurnar í viðtali við talkSPORT, en hann segir að honum hafi verið lofað markvarðarstöðunni fyrir síðustu leiktíð.

Henderson spilaði 13 deildarleiki með United tímabilið 2020-2021 og 26 leiki í öllum keppnum.

Hann var valinn í 26-manna hóp Englands fyrir Evrópumótið en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Henderson fékk þau skilaboð frá Manchester United að hann yrði markvörður númer eitt fyrir síðustu leiktíð en það varð ekkert úr því. Hann fékk ekki einn deildarleik og spilaði einungis þrjá leiki í heildina.

Markvörðurinn gekk í raðir Nottingham Forest á dögunum á láni frá Man Utd en hann ræddi við talkSPORT um síðasta tímabil.

„Ég hafnaði svo mörgum góðum lánstilboðum síðasta sumar því mér var lofað markvarðarstöðunni og svo vildi félagið ekki leyfa mér að fara. Að sitja hér og eyða tólf mánuðum á þessum aldri er glæpsamlegt og svekkjandi. Ég var brjálaður."

„Samtalið sem ég átti var þannig að ég dró mig úr landsliðshópnum og þá var sagt að ég myndi koma og vera markvörður númer eitt. Ég fékk Covid, því miður, en þessu var ekki fylgt eftir,"
sagði Henderson.
Athugasemdir
banner
banner
banner