Lærisveinar Cesc Fabregas í Como náðu að bjarga stigi í uppbótartíma í 1-1 jafntefli gegn Bologna í Seríu A á Ítalíu í dag.
Nicolo Cambiaghi kom Bologna yfir á 49. mínútu sem prjónaði sig í gegnum vörn Como áður en náði að leka boltanum í hægra hornið.
Hann sá beint rautt aðeins ellefu mínútum síðar er hann gaf leikmanni Como olnbogaskot. Heimskulegt hjá Cambiaghi og átti það eftir að reynast hans mönnum dýrkeypt undir lokin.
Króatinn Martin Baturina kom inn hjá Como á 84. mínútu og gerði jöfnunarmarkið tíu mínútum síðar sem var annað deildarmark hans á tímabilinu.
Jafntefli niðurstaðan og Como áfram í 6. sæti með 34 stig en Bologna í 8. sæti með 27 stig.
Udinese og Pisa gerðu 2-2 jafntefli í Údin.
Udinese lenti undir á 13. mínútu en tókst að snúa leiknum sér í vil áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Christian Kabasele jafnaði metin og þá kom Keinan Davis heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu.
Henrik Meister bjargaði stigi fyrir Pisa rúmum tuttugu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og þar við sat.
Udinese er í 9. sæti með 26 stig en Pisa á botninum með 13 stig.
Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmark Renate í 1-0 sigrinum á Giana Erminio í A-riðli C-deildarinnar.
Þetta var fjórða deildarmark hans á tímabilinu en Renate er í 5. sæti með 31 stig og í baráttu um að komast upp í B-deildina.
Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Udinese 2 - 2 Pisa
0-1 Matteo Tramoni ('13 )
1-1 Christian Kabasele ('19 )
2-1 Keinan Davis ('40 , víti)
2-2 Henrik Meister ('67 )
Como 1 - 1 Bologna
0-1 Nicolo Cambiaghi ('49 )
1-1 Martin Baturina ('90 )
Rautt spjald: Nicolo Cambiaghi, Bologna ('60)
Athugasemdir


