Manchester City burstaði Exeter City, 10-1, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Antoine Semenyo, sem gekk í raðir félagsins um helgina, skoraði í frumraun sinni.
Pep Guardiola stillti upp sterku liði gegn Exeter og var þetta einstefna frá fyrstu mínútu.
Varnarmaðurinn Max Alleyene, sem var á láni hjá Watford fyrri hluta tímabilsins, skoraði sitt fyrsta mark í City-treyjunni á 17. mínútu og þá skoraði Rodri stórbrotið mark af löngu færi sjö mínútum síðar.
Rétt fyrir hálfleik komu tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði skráð sem sjálfmörk á Exeter.
Fjögur mörk frá Man City og kom á óvart að Erling Braut Haaland hafi ekki komist á blað.
Í seinni hálfleik skoraði Rico Lewis áður en Semenyo kom sér á blað með laglegri afgreiðslu eftir frábæra sendingu frá Rayan Cherki.
Tijjani Reijnders, Nico O'Reilly, Ryan McAidoo og Lewis ráku síðustu naglana í kistu Exeter á síðustu tuttugu mínútunum. McAidoo er aðeins 17 ára gamall og var að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.
Exeter náði í eitt mark undir lokin í annars ömurlegri frammistöðu en stórkostlegt hjá Man City sem flaug áfram.
Hinn 36 ára gamli Ashley Barnes skoraði tvennu fyrir Burnley sem vann 5-1 sigur á Millwall. Barnes hefur fengið fá tækifæri með Burnley í deildinni, en nýtti tækifærið í dag.
Jaidon Anthony, Loum Tchaouna og Jaydon Banel skoruðu einnig fyrir úrvalsdeildarliðið og nokkuð þægilegur dagur á skrifstofunni hjá Burnley.
Fulham kom til baka gegn Middlesbrough og vann 3-1.
Lærisveinar Marco Silva fóru 1-0 undir inn í hálfleikinn en það voru varamennirnir sem gerðu gæfumuninn. Harry Wilson jafnaði metin og þá lagði Tom Cairney upp fyrir Emile Rowe Smith áður en Kevin kláraði dæmið undir lokin.
Hákon Rafn Valdimarsson stóð í marki Brentford og hélt hreinu í 2-0 sigri á Sheffield Wednesday á Hillborough-leikvanginum í Sheffield.
Brentford var með mikla yfirburði gegn slöku liði Wednesday og er komið áfram.
Stoke vann Frank Lampard og lærisveina hans í Coventry 1-0 með draumamarki frá Lamine Cisse undir lokin. Coventry hreinsaði boltann út fyrir teiginn á Cisse sem skaut boltanum í boga í samskeytin. Sturlað mark og líklega flottasta mark dagsins í bikarnum.
Íslendingafélagið Burton slátraði Boreham Wood 5-0 og þá var framlengt hjá Newcastle og Bournemouth, en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.
Boreham 0 - 5 Burton Albion
0-1 Kyran Lofthouse ('35 )
0-2 Charlie O'Connell ('41 , sjálfsmark)
0-3 Fabio Tavares ('67 )
0-4 Dylan Williams ('83 )
0-5 JJ McKiernan ('90 )
Burnley 5 - 1 Millwall
1-0 Ashley Barnes ('11 )
2-0 Loum Tchaouna ('35 )
3-0 Jaidon Anthony ('44 )
4-0 Ashley Barnes ('65 )
5-0 Jaydon Banel ('89 )
5-1 Josh Coburn ('90 )
Doncaster Rovers 2 - 3 Southampton
0-1 Cameron Bragg ('8 )
0-2 Cameron Archer ('24 )
0-3 Kuryu Matsuki ('41 )
1-3 Matty Pearson ('48 )
2-3 Jordan Gibson ('59 )
Fulham 3 - 1 Middlesbrough
0-1 Hayden Hackney ('30 )
1-1 Harry Wilson ('61 )
2-1 Emile Smith-Rowe ('77 )
3-1 Kevin ('90 )
Ipswich Town 2 - 1 Blackpool
1-0 Jaden Philogene ('35 )
2-0 Jacob Greaves ('87 )
2-1 Ashley Fletcher ('90 , víti)
Manchester City 10 - 1 Exeter
1-0 Max Alleyne ('12 )
2-0 Rodri ('24 )
3-0 Jake Doyle-Hayes ('42 , sjálfsmark)
4-0 Jack Fitzwater ('45 , sjálfsmark)
5-0 Rico Lewis ('49 )
6-0 Antoine Semenyo ('54 )
7-0 Tijjani Reijnders ('72 )
8-0 Nico OReilly ('79 )
9-0 Ryan McAidoo ('86 )
9-1 George Birch ('90 )
10-1 Rico Lewis ('90 )
Newcastle 2 - 2 Bournemouth (Framlenging í gangi)
1-0 Harvey Barnes ('50 )
1-1 Alex Scott ('62 )
1-2 David Brooks ('68 )
2-2 Anthony Gordon ('90 , víti)
Sheffield Wed 0 - 2 Brentford
0-1 Keane Lewis-Potter ('27 )
0-2 Mathias Jensen ('64 , víti)
Stoke City 1 - 0 Coventry
1-0 Lamine Cisse ('88 )
Athugasemdir




