Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 17:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu stórkostlegt mark Jakobs Byström gegn Leikni - Mark ársins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski framherjinn Jakob Byström skoraði glæsilegt mark úr hjólhestaspyrnu í endurkomusigri Fram gegn Leikni í Reykjavíkurmótinu í dag.

Viktor Andri Pétursson kom Leikni yfir snemma leiks. Kennie Chopart jafnaði metin og Jakob Byström og Róbert Hauksson skoruðu sitt markið hvor undir lokin.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson deildi myndbandi af markinu á X en hann benti Frömurum á Byström sem gekk til liðs við félagið fyrir síðasta tímabil.

„Ég fæ engar prósentur þó Jakob Byström sé tengdur inn í fjölskylduna mína. En ég get bara ekki sleppt því að setja hjólhestaspyrnumarkið hans fyrir Fram á móti Leikni í Reykjavíkurmótinu í dag hér," skrifaði Þorkell Gunnar.


Athugasemdir
banner
banner