Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 14:54
Brynjar Ingi Erluson
Glasner hundóánægður með sína menn - „Þarft enga taktík eða stjóra í svona leiki“
Oliver Glasner
Oliver Glasner
Mynd: EPA
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna í óvænta 2-1 tapinu gegn utandeildarliði Macclesfield í dag.

Þetta var í fyrsta sinn síðan 1909 sem ríkjandi bikarmeistarar detta út fyrir utandeildarliði, en það magnaða við það er að Palace var þá utandeildarliðið sem vann bikarmeistara Wolves á því herrans ári.

Palace verðskuldaði að tapa gegn Macclesfield í dag og var Glasner ekkert að reyna finna neinar afsakanir fyrir tapinu.

„Við óskum Macclesfield til hamingju með sigurinn. Það voru engin gæði hjá okkur í dag og enginn gat unnið návígi. Síðan fáum við á okkur mörk úr föstum leikatriðum og svo bara þessi tímasetning á skallanum.“

„Það vantar augljóslega gæði þegar þú getur ekki skapað upplögð tækifæri. Við verðskulduðum að tapa þessum leik,“
sagði Glasner.

Hann gerði nokkrar breytingar í hálfleik en það skilaði litlu.

„Ég vonaðist eftir gæðum. Ég hef enga útskýringu fyrir því sem við sáum í dag. Við getum reynt að finna afsakanir, en þú þarft enga taktík eða stjóra fyrir svona leiki.“

„Ef þú sýnir hvað þú ert fær um að gera og sýnir stolt þá spilar þú öðruvísi,“
sagði Glasner.
Athugasemdir
banner
banner