Benoný Breki Andrésson var hetja Stockport County með sigurmarki seint í uppbótartíma er liðið marði 1-0 sigur á Huddersfield Town í ensku C-deildinni í dag.
Sóknarmaðurinn setti markamet í Bestu deildinni með KR árið 2024 og var í kjölfarið seldur til Stockport County, en hann átti flottan síðara hluta síðasta tímabils.
Hann hefur þurft að bíða þolinmóður eftir fyrsta deildarmarkinu á þessu tímabili og kom það loks í dag.
Benoný kom inn af bekknum á 66. mínútu og á sjöttu mínútu í uppbótartíma gerði hann sigurmarkið. Ollie Norwood tók aukaspyrnu út á hægri á Jid Okeke sem kom boltanum inn á Benoný sem tryggði sigurinn.
Mikill léttir fyrir Benoný og Stockport sem er í 4. sæti með 42 stig, tíu stigum frá toppnum.
The Ice Man wins it at the death ????#StockportCounty pic.twitter.com/kvTLWEoXVW
— Stockport County (@StockportCounty) January 10, 2026
Athugasemdir




