Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 15:52
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Róbert Elís með þrennu fyrir KR
Róbert Elís skoraði þrennu
Róbert Elís skoraði þrennu
Mynd: Mummi Lú
Ríkjandi Reykjavíkurmeistarar KR unnu 5-2 sigur á Fylki í 1. umferð í B-riðli mótsins á KR-vellinum í dag.

Róbert Elís Hlynsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir KR-inga. Hann gerði fyrsta mark sitt í leiknum á 21. mínútu og síðan tvö á átta mínútna kafla í byrjun síðari.

Guðmundur Andri Tryggvason og Amin Cosic komust einnig á blað fyrir KR sem fer frábærlega af stað.

Arnar Númi Gíslason og Guðmundur Tyrfingsson skoruðu mörk Fylkismanna í leiknum.

KR-ingar mæta Þrótturum í næsta leik á meðan Fylkir spilar við Val þriðjudaginn 20. janúar.

Athugasemdir
banner
banner