Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   fös 02. ágúst 2024 22:00
Sölvi Haraldsson
Gallagher opinn fyrir því að halda áfram
Conor Gallagher, fer hann eða skrifar hann undir?
Conor Gallagher, fer hann eða skrifar hann undir?
Mynd: Getty Images
Tekst Maresca að halda Gallagher?
Tekst Maresca að halda Gallagher?
Mynd: Getty Images

Conor Gallagher er enn opinn fyrir því að skrifa undir nýjan langtímasamning við Chelsea.


Verður líklega ekki fastamaður í byrjunarliði Maresca

Gallagher sást á æfingasvæði félagsins í Cobham í morgun eftir að Chelsea samþykkti tilboð upp á 33 milljónir punda frá Atletico Madrid. 

Enski landsliðsmaðurinn hefur hafnað tilboði um nýjan tveggja ára samning þar sem honum finnst lengd samningsins ekki endurspegla stöðu sína í liðinu eftir að hafa byrjað 37 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Chelsea gaf Moises Caicedo átta ára samning þegar félagið keypti hann frá Brighton fyrir 115 milljónir punda fyrir seinasta tímabil. Einnig fékk Romeo Lavia sjö ára samning þegar hann kom frá Southampton síðasta sumar.

Hins vegar er ljóst að Chelsea býst ekki við því að Gallagher verði fastamaður í byrjunarliðinu á næstu árum undir stjórn Enzo Maresca.

Gallagher, sem á eitt ár eftir af samningnum sínum á Stamford Bridge, hefur verið rekinn frá æfingum hjá félaginu. Chelsea vill hins vegar ekki missa leikmanninn á frjálsri sölu árið 2025 ef þeir geta ekki komist að samkomulagi um nýjan samning til að halda honum í vesturhluta Lundúna.

Þetta er í þriðja sinn sem Gallagher hefur hafnar samningstilboði frá Chelsea en hann hafnaði samningstilboði haustið 2022 og einnig í júní 2024.

Opinn fyrir því að halda áfram

Chelsea hefur núna samþykkt tilboð frá Atletico Madrid í Gallagher en hann ætlar ekki að yfirgefa uppeldisfélagið sitt nema hann fá þau kjör hjá öðru liði sem hann vill sjálfur fá. Hann á enn eftir að ræða við önnur félög um persónulega muni. 

Conor Gallagher er ennþá að skoða sín mál en hann er opinn fyrir því að halda áfram hjá Chelsea ásamt því að fara eitthvað annað ef honum er boðið góð kjör. Það verður fróðlegt að sjá hvernig mál hans æxlast á næstu dögum.

Conor Gallagher hefur skorað 10 mörk og lagt upp jafn mörg mörk í 95 leikjum fyrir Chelsea á seinustu tveimur árum í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner