Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 02. september 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Arnór Smára sá sjöundi besti í einkunnagjöf VG
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Smárason er í sjöunda sæti yfir þá leikmenn í norsku úrvalsdeildinni sem hafa fengið hæstu einkunn hjá Verdens Gang á þessu tímabili.

Arnór er með meðaleinkunnina 5,58 en hann hefur skorað fjögur mörk í fjórtán leikjum á tímabilinu.

Matthías Vilhjálmsson (Valerenga) er í 91. sæti listans hjá VG Samúel Kári Friðjónsson (Viking) í 120. sæti.

Magnus Wolff Eikrem, leikmaður Molde, er efstur í einkunnagjöfinni en hann er með einkunnina 6,18.
Athugasemdir
banner
banner