Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. september 2019 11:50
Fótbolti.net
Eru það ekki bara þeir tveir sem koma til greina?
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Val á leikmanni ársins í Pepsi Max-deildinni stendur á milli tveggja leikmann að mati Innkastsins. Það eru Óskar Örn Hauksson og Kristinn Jónsson, leikmenn KR.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„KR-ingar eru nánast komnir með alla puttana á Íslandsmeistarabikarinn. Óskar Örn Hauksson og Kristinn Jónsson. Hvor þeirra verður leikmaður ársins? Er einhver annar sem kemur til greina?," segir Elvar Geir í þættinum.

„Ég hugsa að það verði Óskar Örn sem verði fyrir valinu," segir Gunnar Birgisson.

„Mér finnst samt langminnst talað um hann í þessu KR-liði. Hann heldur bara rosalega háum standard. Leikmaður ársins verður að koma úr KR-liðinu, það er eina liðið sem getur eitthvað af viti í þessari deild," segir Tómas.

„Kristinn er heitasti leikmaðurinn í dag og var valinn bestur í öðrum þriðjungi en Óskar er að mínu mati bestur. Hann fær mitt atkvæði," segir Elvar.

Þremenningarnir telja að Finnur Tómas Pálmason verði valinn efnilegastur og Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn. KR-ingar eru svo gott sem búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.


Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner