Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 02. september 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trippier gæti enn farið annað í þessum mánuði
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Kieran Trippier gæti enn yfirgefið Newcastle í þessum mánuði.

Trippier vill yfirgefa Newcastle en hann var ekki seldur á meðan félagaskiptaglugginn var opinn.

Trippier á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Newcastle og er einn launahæsti leikmaður félagsins, en hann er tilbúinn að skoða önnur tækifæri á þessum tímapunkti. Hann hefur verið lykilmaður hjá Newcastle síðustu tímabil en staðan er nú breytt.

Það er áhugi á honum frá Sádi-Arabíu en félagaskiptaglugginn þar lokar í kvöld. Það eru einnig félög í Tyrklandi á eftir honum og hafa Fenerbahce, Besiktas og Eyupsor öll spurst fyrir um hann.

Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar 13. september næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner