Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 02. október 2023 07:35
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez
Powerade
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: EPA
Osimhen til Chelsea?
Osimhen til Chelsea?
Mynd: Getty Images
Messi vill Modric.
Messi vill Modric.
Mynd: EPA
Ensku félögin eru þegar farin á fulla ferð í að undirbúa janúargluggann. Phillips, Osimhen, Lamal, Andersen, Fati, Modric, Tapsoba og fleiri í Powerade slúðurpakka dagsins.

Arsenal mun horfa til enska miðjumannsins Kalvin Phillips (27) hjá Manchester City í janúar. Arsenal hyggst styrkja miðsvæði sitt. (Fichajes)

Arsenal hefur einnig áhuga á portúgalska sóknarleikmanninum Pedro Neto (23) hjá Wolves og gæti gert tilboð í janúarglugganum. (Mirror)

Eyðsla Chelsea mun halda áfram í janúar en félagið hefur áhuga á nígeríska sóknarmanninum Victor Osimhen (24) hjá Napoli og Ivan Toney (27) framherja Brentford. (Guardian)

Chelsea sækist eftir því að fá 500 milljóna punda lán til að fjármagna kaupin, eftir að hafa eitt milljarði punda síðustu þrjá glugga. (Sun)

Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á mexíkóska sóknarmanninum Santiago Gimenez (22) hjá Feyenoord. (Fichajes)

Spænski vængmaðurinn Lamine Yamal (16) hjá Barcelona er að fara að gera nýjan þriggja ára samning við félagið, sem mun innihalda 1 milljarða evra riftunarákvæði. (Fabrizio Romano)

Newcastle hefur áhuga á danska varnarmanninum Joachim Andersen (27) hjá Crystal Palace. Félagið hyggst gera tilboð í janúar. (Football Insider)

Barcelona er opið fyrir því að selja spænska sóknarleikmanninn Ansu Fati (20) næsta sumar, eftir að lánstíma hans hjá Brighton lýkur. (Sport)

Lionel Messi hvetur Inter Miami til að fá Luka Modric (38), króatíska miðjumanninn hjá Real Madrid. (Cadena Ser)

Barcelona hefur hafið viðræður við Corinthians um brasilíska miðjumanninn Gabriel Moscardo (18) en Chelsea hefur einnig áhuga á honum. (Sport)

Tottenham mun reyna að fá varnarmanninn Edmond Tapsoba (24) frá Bayer Leverkusen í janúar. (Fichajes)

Juventus vonast til að fá franska miðjumanninn Adrien Rabiot (28) til að skrifa undir þriggja ára samning, eftir að hann hafnaði því að fara til Manchester United í sumar. (Tuttosport)

Enski miðjumaðurinn Dan Rigge (17) mun skrifa undir nýjan langtímasamning við West Ham þrátt fyrir fá fjórum öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni og tveimur úr La Liga á Spáni. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner