Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mán 02. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fótboltafjör KSÍ í samstarfi við HÍ og Special Olympics gekk vel
Mynd: Jón Björn Ólafsson
Laugardaginn 23. september var haldið vel heppnað fótboltafjör fyrir einstaklinga með sérþarfir.

Fjörið var haldið á vegum Háskóla Íslands, Special Olympics og Knattspyrnusambands Íslands, þar sem nemendur úr íþróttafræðideild HÍ settu upp fjölbreyttar þrautir og leiki með áherslu á að allir gætu tekið þátt.

Hinn geysivinsæli Moli, sem hefur ferðast um landið í sumar og virkjað börn til að spila fótbolta í staðinn fyrir að vera heima í tölvunni, tók einnig þátt í fjörinu.

Samstarf KSÍ og Special Olympics hefur verið farsælt undanfarin ár og er von á því að samstarfið muni verða enn sterkara.

Hér fyrir neðan má sjá myndband og myndir frá viðburðinum eftir Magnús Orra Arnarson.


Athugasemdir
banner
banner
banner